Ýmsar gagnlegar upplýsingar um félagið

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 1958 og var annað Sjálfsbjargarfélagið á landinu.

Markmið félagsins er eins og segir í lögum þess

  • Markmið félagsins er, að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins.
  • Hafa áhrif á ríkis- og sveitarstjórnir.
  • Hafa áhrif á hagsmunasamtök og einstaklinga til dæmis með útgáfu á kynningarefni um málefni fatlaðra.
  • Efla félagslíf fatlaðs fólks.

Félagið rekur skrifstofu í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 og er staðsett sunnanmegin við hliðina á sundlauginni sem þar er. Starfsmenn skrifstofunnar eru Anna Kristín Sigvaldadóttir og Linda Sólrún Jóhannsdóttir.

Afgreiðslutími er mánudaga til föstudaga kl. 10:00 – 14:00
Síminn er 551-7868 Fax 551 7840

Öflugt félagsstarf hefur einkennt félagið í gegnum tíðina og starfa á vegum þess fjöldi nefnda og þær eru:
Ritnefnd, Krikanefnd, fjáröflunarnefnd, laganefnd, ferðanefnd, skemmtinefnd, basarnefnd, veiðinefnd, briddsnefnd, taflnefnd, framtíðarnefnd, átakshópur, handavinnu- og föndurnefnd og ferlinefndir á höfuðborgarsvæðinu.
Flestar þessar nefndir eru virkar og gegna ákveðnu hlutverki eins og nöfn þeirra benda til.

Félagsheimilið er opið tvö kvöld í viku, á þriðjudögum er bingó aðra hvora viku og Opið hús hina vikuna, þá er oftast spilað Uno og svo eru einnig haldnir félagsfundir og almennir fræðslufundir. Á miðvikudögum er spiluð félagsvist.

Netfang félagsins er skrifstofa(at)sjalfsbjargar.is