Fundargerð aðalfundar 29. apríl 2017

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 29. mars 2017, klukkan 19:30
Aðalfundur
Fundargerð
1. Formaður setur fund
Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður, setti fundinn kl. 19:35.
2. Fundarstjóri og fundarritari kynntir
Ásta Dís stakk upp á Viktori Ómarssyni sem fundarstjóra og Svövu Arnardóttur sem
fundarritara, bæði frá JCI hreyfingunni. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri
þakkaði fyrir traustið, útskýrði fyrir fundarmönnum að þau Svava væru ekki félagsmenn
Sjálfsbjargar og hefðu engra hagsmuna að gæta um niðurstöðu fundarins. Þau væru
eingöngu komin til að aðstoða við að fundurinn færi fram í samræmi við boðaða dagskrá
og fundarsköp.
3. Fundargerð síðasta félagsfundar lesin og borin upp til samþykktar
Fundarstjóri las upp fundargerð síðasta félagsfundar og bar upp til samþykktar. Nokkrar
athugasemdir bárust. Fundargerð samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
4. Kynning á fyrirkomulagi kosningar á landsfund lsh.
Ásta Dís Guðjónsdóttir kynnti fyrirkomulag kosninganna á landsfundinn.
5. Inntaka nýrra félaga
Formaður kynnti 15 nýja félagsmenn.
Sævar Hjálmarsson Skipalóni, Hafnarfirði
Björgvin Ingi Ólafsson Byggakur 1, Garðabæ
Vigdís Ingólfsdóttir Sléttuvegi 9, Reykjavík
Rut Másdóttir Hjallabraut 3, Hafnarfirði
Eyvindur Ólafsson Staðarbakki 2, Reykjavík
Magnús Jóel Jónsson Hafrafelli 2, Hafnarfirði
Sigríður Jónsdóttir, Kjarrhólmi 6, Hafnarfirði
Hrönn Antonsdóttir, Álfkonuhvarf 55, Kópavogi
Ingibjörg Bjarnadóttir, Spóahólum 10, Reykjavík
Sigríður Finnbogadóttir, Skógarás 13, Reykjavík
Gísli Einarsson, Fannborg 1, Kópavogi
Andrés Ásmundsson, Þverholti 28, Reykjavík
Gunnar H. Valdimarsson, Ásbúðartröð 7, Kópavogi
Guðrún Elísabet Bentsdóttir, Jórufelli 6, Reykjavík
Sigurður Þórðarson, Glaðheimum 18, Reykjavík
6. Minnst látinna félaga
Formaður minntist 12 félagsmanna sem létust á árinu.
Bergþóra Ósk Loftsdóttir
Friðþjófur H. Torfason
Edda Heiðrún Backman
Erla Sandholt
Emanúel Mortens
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Jónas Bjarnason
María Snæfell Eyþórsdóttir
Pálína Guðlaugsdóttir
Valgerður Hjörleifsdóttir
Þóra Sigurjónsdóttir
Þórður Sigurjónsson
7. Skýrsla stjórnar á störf félagsins á síðastliðnu starfsári og kynning á starfstilhögun
komandi starfsárs
Ásta Dís, formaður, flutti skýrslu stjórnar og stiklaði yfir það helsta sem fram fór á
starfsárinu. Skýrslunni var dreift til fundarmanna í upphafi fundar, sjá fylgiskjal 7.1.
Fundarstjóri opnaði fyrir umræður og Ásta Dís svaraði fyrirspurnum.
8. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins
Ársreikningar félagsins voru unnir hjá Bókhalds- og skattaþjónustunni í samráði við
stjórn og var þeim dreift til fundarmanna í upphafi fundar, sjá fylgiskjal 8.1. Benedikt Þór
Jónsson viðskiptafræðingur fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum. Niðurstaða
rekstrar ársins var jákvæð sem nam kr. 835.407,- og eigið fé í árslok var jákvætt að
upphæð kr. 66.666.900,-. Eftir umræður og fyrirspurnir var ársreikningurinn samþykktur
samhljóða.
Fundarstjóri lagði til að liður 13 í auglýstri fundardagskrá yrði tekinn fyrir sem næsti liður og
viðkomandi talningarmenn yrðu einnig fengnir til að telja atkvæði í kosningu til varastjórnar.
Fundarstjóri lagði einnig til að liðnum „Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar“ yrði bætt
við í lok fundar.
Enginn hreyfði andmælum og var því viðkomandi dagskrárliðum bætt við og númeraröð
dagskrárliða breytt til samræmis.
9. Kosning talningarmanna fundarins
Anna Kristín Sigvaldadóttir, Ingi Bjarnar Guðmundsson og Helga Magnúsdóttir gáfu kost
á sér sem talningamenn og kjörin einróma.
10. Ákvörðun um félagsgjald
Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu lagði til óbreytt félagsgjald, eða 2.600 kr.
Tillagan var samþykkt.
11. Kosning í stjórn og varastjórn samkvæmt 7. grein laga
Stjórn var sjálfkjörin en kosningar fóru fram í varastjórn.
Formaður Ásta Þórdís Guðjónsdóttir (á eftir 1 ár í samræmi 7. gr. laga)
Varaformaður Grétar Pétur Geirsson (kosinn til tveggja ára skv. 7. gr. laga)
Gjaldkeri Hannes Sigurðsson (á eftir 1 ár í samræmi við 7. gr. laga)
Ritari Sigvaldi Búi Þórarinsson (kosinn til tveggja ára skv. 7. gr. laga)
Meðstjórnandi Ingi Bjarnar Guðmundsson (kosinn til tveggja ára skv. 7. gr. laga)
Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Hjálmar Magnússon,
Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Linda Sólrún Jóhannsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson
gáfu kost á sér til varastjórnar Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Margrét, Linda
Sólrún og Guðmundur Ingi hlutu kjör til varastjórnar.
Varastjórn er því sem hér segir:
Arndís Baldursdóttir (á eftir 1 ár í samræmi við 7. gr. laga)
Guðmundur Haraldsson (á eftir 1 ár í samræmi við 7. gr. laga)
Hanna Margrét Kristleifsdóttir (kosin til tveggja ára í samræmi við 7. gr. laga)
Linda Sólrún Jóhannsdóttir (kosin til tveggja ára í samræmi við 7. gr. laga)
Guðmundur Ingi Kristinsson (kosinn til tveggja ára í samræmi við 7. gr. laga)
12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, samkv. 7. grein laga
Ólína Ólafsdóttir og Kristín R. Magnúsdóttir voru kjörnar skoðunarmenn reikninga.
Frímann Sigurnýasson kjörinn skoðunarmaður til vara.
13. Kosning kjörnefndar (þrír aðilar)
Jón Eiríksson, Ingi Bjarnar Guðmundsson og Hanna Margrét Kristleifsdóttir voru kjörin í
kjörnefnd.
14. Kaffihlé
15. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfsbjargar lsh vorið 2017
Fundarstjóri las upp nöfn þeirra tuttugu sem gáfu kost á sér til setu á landsfundi
Sjálfsbjargar vorið 2017. Fimmtán hlutu kjör sem fulltrúar á landsfund auk fimm
varamanna, sjá fylgiskjal 15.1.
16. Önnur mál
a. Þorbera Fjölnisdóttir minnti á sundkortin sem eru hluti af fjáröflun Sjálfsbjargar á
höfuðborgarsvæðinu. Hún lýsti yfir þeirri skoðun að félagið ætti meðal annars að
berjast fyrir því að öryrkjar fengju ókeypis í sund.
b. Bergur Þorri Benjamínsson tók fram að dyrnar hjá honum stæðu ávallt opnar fyrir
félögum. Landssamtök Sjálfsbjargar ætla að fara af stað með hjálpartækjaleigu
þar sem hjólastólar og göngugrindur verða leigð út. Landsbankinn mun gefa
sérhannaðan hjólastólabíl til útleigu þann 30. mars 2017.
c. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði frá fundi á Grand Hotel þar sem kom fram að
persónuafsláttur hefur í raun staðið í stað að stórum hluta frá árinu 1988. Einnig
sagði hann frá áskorun sem verður send til þingmanna.
d. Ingi Bjarnar Guðmundsson óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið og
þakkaði fráfarandi stjórn fyrir samstarfið.
e. Ásta Dís Guðjónsdóttir óskaði eftir sjálfboðaliðum í hóp sem myndi kanna
aðgengi í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Linda Sólrún Jóhannsdóttir, Þorbera
Fjölnisdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ingi Bjarnar Guðmundsson og Þorkell
Guðlaugur Geirsson buðu sig fram í hópinn ásamt Ástu Dís.
f. Grétar Pétur Geirsson minnti á að enginn ætti örugg sæti á landsfundi.
g. Frímann Sigurnýasson tók fram mikilvægi þess að fulltrúar á landsfund væru
reynsluríkir og því væri gott ef stjórnarmenn fengju sjálfkrafa sæti þar. Það ætti að
kjósa um þau sæti sem eftir væru. Hann þakkaði fyrir stuðninginn.
h. Þorbera tók fram að henni þætti að formaður samtakanna ætti að eiga sjálfkrafa
sæti á landsfundi.
i. Ásta Dís formaður þakkaði fráfarandi stjórn fyrir góð störf á liðnu ári og bauð
nýkjörna stjórn velkomna til starfa. Hún minnti á þætti Mikaels Torfasonar á Rás
1 um fátækt fólk.
17. Fundargerð lesin og borin upp til samþykktar
Fundarritari las upp fundargerð fundarins. Fundargerðin var samþykkt með áorðnum
breytingum.
Fundi slitið kl. 22:32

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

16 + 6 =

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.