Tilkynningar
Sumarlokun 14.júlí til 11.ágúst 2025Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 14. júlí til 11.ágúst nk Velkomið er að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og erindinu verður svarað eftir 11. ágúst. Ef erindið þolir ekki bið til mánudags 11.ágúst nk, þá má hafa samband við formann AO Fríðu Rún S. 8988798 eða með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025Ágætu félagsmenn á öllum aldri
Eins og endranær leitar AO að þeim sem hyggjast eða langar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og
hlaupa þar 10 km, hálft- eða heilt maraþon og vilja um leið safna áheitum fyrir félagið en hér má finna allar upplýsingar um hlaupið
Í ár hefur yngri kynslóðin sýnt því áhuga að hlaupa saman 10km og safna áheitum til að halda megi
sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir börn og unglinga með astma og ofnæmi og
leitum við að fólki til að styðja við þetta átaksverkefni með áheitasöfnun og sýnileika.
Við hvetjum ykkur til að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið áhuga,
og við tengjumst sterkum böndum til að gera þetta saman.
Bolir og leiðsögn í boði.
Kveðja frá AO
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2025Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00, í húsakynnum SÍBS að Borgartúni 28A. Gengið er inn að framanverður og um inngang lengst til vinstri.
Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér https://forms.gle/UtPdETXVFjtnXKLV8 eða hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Sími 560 4814 eða 552 2150 milli kl. 9 og 15, á mánudögum
Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Umsögn Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 (hunda og kattahald), þskj. 244, mál 220.![]() Sjá meðfylgjandi.
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO